Komdu með í þyrluskutl á Tröllaskaga, þar sem hrikalegt fjallalandslagið bíður upp á ógleymanlegan skíðadag. Þetta er spennandi ferð sem sameinar ævintýralegt þyrluflug og vellíðunina sem fylgir góðum degi á fjallaskíðum.

Þyrluskutl og fjallaskiðun

Við hefjum daginn á því að skutlast frá Sóta Lodge með Norðurflugi inn á Tröllaskaga og nýtum tækifærið til að fara á staði sem annars væri erfitt að komast á. Við eyðum svo ógleymanlegum degi í skíðun um hvítklætt fjallalandskagið á Tröllaskaga og könnum svæði sem fáum gefst tækifæri til að sjá, frá bröttum brekkum til víðáttumikilla dala. Staðkunnugir skiðaleiðsögumenn okkar tryggja öryggi þitt , skemmtun og að þú finnir besta snjóinn og bestu leiðirnar.

Tröllaskagi, þekktur fyrir hrikaleg fjöll og víðáttumikil snjóalög, er paradís fyrir fjallaskíðaiðkendur. Afskekktir staðir sem nálgast eru með þyrlu gefa þér tækifæri til að upplifa hráa, ósnortna fegurð þessa svæðis. Við skíðum í litlum hópum um mannlaust landslagið og stefnum að því að tryggja þér ógleymanlegan fjallaskíðadag.

Innifalið:

  • Þyrluskutl beint frá Sóta Lodge
  • Skíðaleiðsögn með úrvalsliði íslenskra fjallamanna
  • Snjóflóðabúnaður (bakpoki, skófla, stöng, ýlir)
  • Après ski á laugardegi

Viltu sérsniðna ferð?

Skapaðu persónulegt ævintýri með því að bæta við dögum i þyrluskíðun og gistingu á Soti Lodge í ferðina þína. Hafðu samband við okkur á powder@summitheliskiing.is og við munum hanna sérsniðna dagskrá sérstaklega fyrir þig!