Stjórnarformaður Summit Heliskiing, framkvæmdastjóri Sóta Summits 

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur margra ára reynslu að því að starfa á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum, þar sem megináherslur hennar hafa verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu. 

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðumrekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands. 

Ólöf á og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Sóti Summits ásamt eiginmanni sínum, en undir hatti þess eru m.a. vörumerkin Sóti Travel og Sótahnjúkur ehf.