Sóti Lodge býður viðskiptavinum gæðagistingu í Fljótum í hjarta Tröllaskaga, í sögulegu skólahúsi með útsýni yfir náttúru Fljóta frá strönd til tinda. Við leggjum áherslu á gestrisni, gæði og ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum þægilega gistingu með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði inniföldum í herbergisverði, þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr nærbyggðum. Öll herbergin eru útbúin með salerni og sturtu. Mikið útsýni er til fjallaúr stofu og borðstofu. Herbergin eru hófleg að stærð, en tryggja notalega vist með stofuna í seilingarfjarlægð.

Á Sóta Lodge er lagt mikið upp úr gæðum, bæði í innréttingum og allri þjónustu. Við bjóðum upp á þrenns konar herbergi, en öll herbergin eru með salerni og sturtu og hágæðadýnum í rúmum, til þess að tryggja þægindi, notalegheit og hvíld að loknum viðburðarríkum dögum. Herbergin eru seld með hálfu fæði og við höfum lagt metnað í að skapa ljúffengan matseðil sem gleður bæði bragðlauka og augu.